Umhverfisáhrif og sjálbærniviðmið fyrir fiskeldi

Posted on September 2, 2014

SENSE Verkefnið  “HarmoniSed Environmental Sustainability in the European food and drink chain” er styrkt af Evrópusambandinu á tímabilinu 2012-2015.  Markmið verkefnisins er að þróa samræmt kerfi við mat á umhverfisáhrifum matvælaframleiðslu, sem þar að auki tekur tillit til félagslegra þátta. Rannsóknarhópur í hagnýtum vöruferlum við Háskóla Íslands og EFLA verkfræðistofa hafa tekið þátt í þróun SENSE hugbúnaðarins og sannprófun á honum fyrir fiskeldi ásamt Fjarðalaxi.  Á opnum fundi þann 29. sept verða kynntar fyrstu niðurstöður um prófun á hugbúnaðinum fyrir fiskeldi sjá kynningu: SENSE-kynning-29 sept 2014