SUCCESS verkefnið um samkeppnishæfni evrópskra sjávarafurða

Posted on March 29, 2016

SUCCESS verkefnið er styrkt af H2020 rannsóknaráætluninni og er hluti af  “Blue Growth Strategy”, sem skilgreind er af framkvæmdastjórn Evrópusambandsins sem “langtíma stefna til að styðja sjálfbæran vöxt í sjávartengdri starfsemi í heild” (COM (2014) 254/2)

SUCCESS fjallar sérstaklega um viðfang BG-10- 2014: Styrking efnahagslegrar sjálfbærni og samkeppnishæfni evrópsks sjávarútvegs- og fiskeldis til að fullnýta möguleika á mörkuðum sjávarafurða.

Þátttakendur SUCCESS verkefnisins eru leiðandi rannsóknarhópar í Evrópu ásamt umtalsverðri samvinnu og framlagi frá hagsmunaaðilum sem koma frá Íslandi, Frakklandi, Hollandi, Spáni, Þýskalandi, Finlandi, Póllandi, Ítalíu,  Grikklandi og Tyrklandi.  Verkefnið miðar að því að hafa áhrif á stöðu mála, með þekkingu og niðurstöðum sem nýtast fyrir framleiðslugeirann og einnig hagsmunaðila í virðiskeðjunni. Með því að vinna náið með hagsmunaaðilum og fá þeirra innsýn, verður tryggt að fjallað verður um viðeigandi  þætti og áherslur sem þörf er á til að uppfylla markmið um að tryggja efnahagslega sjálfbærni og samkeppnishæfni.

Niðurstöðurnar  munu felast í eftirfarandi

-Vísindalegum stuðningi við framleiðendur sjávarafurða í Evrópu

-Skýr og vísindalega ígrunduð álit um núverandi ástand og framtíðarhorfur virðiskeðjunnar

-Áreiðanleg og nothæf verkfæri verða sett fram til að skipuleggja og þróa sjávarafurðir, þar sem tekið er tillit til stefnu og alþjóðlegra strauma varðandi  framboð og eftirspurn á sjávarfangi.

-Uppsveiflur og niðursveiflur (e. boom and bust cycles) á mörkuðum verða sérstaklega skoðaðar og  rannsóknir miðaðar að því að  að koma í veg fyrir slík neikvæð markaðsáhrif fyrir fiskiðnað í framtíðinni.

-Náið samstarf með hagsmunaaðilum í verkefninu mun tryggja viðurkenningu á niðurstöðum og tillögum frá SUCCESS verkefninu.

-SUCCESS verkefnið mun veita dýpri og betri skilning á evrópsku virðiskeðjunni og skila  niðurstöðum, ráðleggingum og tillögum um tækifæri til breytinga sem  miða að því að ná betri árangri, samkeppnishæfni og sjálfbærni.

Íslenskir þátttakendur verkefnisins eru: MarkMar,  Hagfræðistofnun HÍ og Iceland Seafood International
ASCS rannsóknarhópur HÍ tekur þátt í verkefninu með MarkMar

Nánari upplýsingar á heimasíðu SUCCESS