Hagnýtar rannsóknir í virðiskeðju sjávarafurða

January 3, 2011 Comments Off

Gestir á fundi um hagnýtar rannsóknir í virðiskeðju sjávarafurða

Gestir á fundi um hagnýtar rannsóknir í virðiskeðju sjávarafurða

Miðvikudaginn 29. desember síðastliðinn stóð ASCS fyrir kynningarfund um niðurstöður CHILL-ON Evrópuverkefnisins og framtíðarsýn ASCS rannsóknarhópsins við Verkfræði og raunvísindadeild Háskóla Íslands.

Fundurinn var mjög vel sóttur en rúmlega 30 manns mættu á fundinn en hann var haldinn í Víkinni í Sjómannasafni Reykjavíkur.

Kynning Gyða Mjöll Ingólfsdóttir

Kynning um hagnýtingu umhverfisgilda fyrir sjávarafurðir - kolefnis fótspor


Á fundinum voru helstu niðurstöður verkefnisins Chill-on kynntar en ASCS tók þátt í verkefninu fyrir hönd Háskóla Íslands. Sigurður Bogason, fjallaði um mikilvægi Evrópusamstarfs og CHILL-ON verkefnið, Tómas Hafliðason um Vettvangsrannsóknir í CHILL-ON, Erlingur Brynjólfsson þátttöku Controlant í CHILL-ON verkefninu og Ferilvöktunarverkefni styrktu af Rannís, Guðrún Ólafsdóttir Greining á þörfum iðnaðar – Rýnihópar og Brussel Seafood könnun, Gyða M. Ingólfsdóttir fjallaði um Hagnýtingu umhverfisgilda fyrir sjávarafurðir – kolefnis fótspor.

Að lokninni framsögu fór fram umræða um framtíðarsýn um samstarf í rannsóknum og námsleiðir tengdar sjávarútvegi. Í umræðum kom þar fram að auka þurfti áherslu í námi á tenginu við sjávarútveg og að sjávarútvegsfyrirtæki þyrftu á móti að auka aðgengi nemenda að greinninni. Jafnframt var talað um mikilvægi menntunar í sjávarútvegi, þessari undirstöðustóriðju á Íslandi.

Gyða Mjöll í úrslit til Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands

January 3, 2011 Comments Off

CO2 fótsporNýsköpunarverðlaun forseta Íslands eru árlega veitt þeim námsmönnum sem hafa unnið framúrskarandi starf við úrlausn verkefnis sem styrkt er af Nýsköpunarsjóði námsmanna. Undanfarin ár hafa 4-6 verkefni verið tilnefnd til verðlaunanna og hlotið sérstaka viðurkenningu, en aðeins eitt verkefni hlotið sjálf forsetaverðlaunin.

Í ár er búið að tilnefna verkefni til verðlaunanna, sem afhent verða í mars 2011. Ein þessara tilnefninga er verkefni Gyðu Mjallar Ingólfsdóttur en hún vann að verkefni sínu “Hagnýting umhverfisgilda fyrir sjávarafurðir” í samstarfi með ASCS og verkfræðistofunni Eflu.

Markmið verkefnisins var að reikna með aðferðafræði vistferilsgreiningar (e. Life Cycle Assessment) kolefnisspor fyrir flutningaferil kældra sjávarafurða frá Íslandi á markað í Evrópu. Flutningar með skipi og flugvél voru skoðaðir og bornir saman. Einnig var framkvæmd skoðanakönnun um umhverfisvitund hagsmunaaðila í sjávarútvegi.

Skýrslan er aðgengileg hér.

Fyrstu prófanir á Íslandi

November 25, 2009 No comments yet

ASCS er þátttakandi í Evrópuverkefninu Chill-on, en verkefnið er stórt samstarfsverkefni á vettvangi Evrópusamabandsins. Hlutur ASCS innan verkefnisins er meðal annars að sjá um vettvangsprófanir. Fyrstu slíku prófanir munu fara fram á Íslandi frá 20. Nóvember til 1. Desember.

Til Íslands munu koma vísindamenn frá 7 löndum og starfa undir stjórn ASCS við framkvæmd vettvangsprófananna.
Að þessu sinni verða vettvangsprófanirnar á hálfu raunverulegar eins og gengur og gerist í raunlegri framleiðslu en að hluta verður reynt að líka eftir raunaðstæðum. Gert er ráð fyrir að fiskur verður veiddur út af Reykjanesi, hann verði verkaður í Kópavogi og svo fluttur út af Eimskip. Í þessum hluta prófananna verður hefðbundnum vinnsluaðferðum beitt. Í fyrri prófunum hefur fiskurinn verið sendur til Frakklands, en að þessu sinni verður þetta eins raunverulegt og hægt er. Gámur sem inniheldur vöruna og búnaðinn verður settur í land í Vestmanneyjum, þar verður gámurinn geymdur jafnlengi og það hefði tekið að sigla til Immingham. Síðan verður farið með fiskinn í Herjólf og til baka til Reykjavíkur. Þar mun fiskurinn vera sendur til Matís þar sem gæði fisksins verða mælda og borin saman við þau líkön sem gerð hafa verið í verkefninu um gæðamat á fisk.

Á Íslandi eru þátttakendur bæði Matís og fiskútflytjendurnir Opale Seafood. Eimskip hefur auk þess veitt dygga aðstoð án þess að vera hluti af verkefninu.