SENSE kynnt á Vísindavöku 2014

October 28, 2014 Comments Off

SENSE verkefnið var kynnt á velheppnaðri Vísindavöku sem haldin var laugardaginn 25. október. Sjá veggspjald hér

 

SENSE verkefnið kynnt á ráðstefnu Evrópusamtaka fiskeldis á Spáni

October 28, 2014 Comments Off

Árleg ráðstefna EAS Aquaculture Europe 2014 var haldin í Donastia – San Sebastian á Spáni dagana 14- 17 október.   SENSE verkefnið var þar kynnt bæði sem veggspjald og erindi, sem  Guðrún Ólafsdóttur frá ASCS hópnum við HÍ stóð að ásamt AZTI á Spáni og DTU í Danmörku, en einnig tekur EFLA verkfræðistofa ásamt Fjarðalaxi þátt í verkefninu.

Fiskeldi er ört vaxandi í heiminum í dag og mikil áhersla er á sjálbærni.  Mat á umhverfisáhrifum með vistferilgreiningum er sífellt að verða algengara. Evrópusambandið hefur mælt með samræmdum aðferðum þar sem horft er til heildar lífsferils vöru, en SENSE hugbúnaðurinn auðveldar einmitt fyrirtækjum að framkvæma sjálf slíkt umhverfismat. Kynningin á verkefninu fékk góðar undirtektir ráðstefnugesta  sjá veggspjald.

 

Umhverfisáhrif og sjálbærniviðmið fyrir fiskeldi

September 2, 2014 Comments Off

SENSE Verkefnið  “HarmoniSed Environmental Sustainability in the European food and drink chain” er styrkt af Evrópusambandinu á tímabilinu 2012-2015.  Markmið verkefnisins er að þróa samræmt kerfi við mat á umhverfisáhrifum matvælaframleiðslu, sem þar að auki tekur tillit til félagslegra þátta. Rannsóknarhópur í hagnýtum vöruferlum við Háskóla Íslands og EFLA verkfræðistofa hafa tekið þátt í þróun SENSE hugbúnaðarins og sannprófun á honum fyrir fiskeldi ásamt Fjarðalaxi.  Á opnum fundi þann 29. sept verða kynntar fyrstu niðurstöður um prófun á hugbúnaðinum fyrir fiskeldi sjá kynningu: SENSE-kynning-29 sept 2014

Samræmt kerfi við mat á umhverfisáhrifum og sjálfbærni í virðiskeðju fiskeldisafurða

September 2, 2014 Comments Off

Opinn fundur með hagsmunaaðilum í fiskeldi verður haldinn á vegum Rannsóknarhóps í hagnýtum vöruferlum (ASCS) við Háskóla Íslands og EFLU verkfræðistofu á Radisson Blu Saga Hotel Reykjavík, þann 29. september kl. 12:00-17:00 (SENSE fundur dagskrá). Kynntar verða niðurstöður prófana á SENSE hugbúnaði til að meta umhverfisáhrif og notagildi hans fyrir fiskeldisafurðir.  Allir eru velkomnir og er aðgangur ókeypis.

       www.senseproject.eu