SUCCESS verkefnið um samkeppnishæfni evrópskra sjávarafurða

March 29, 2016 Comments Off

SUCCESS verkefnið er styrkt af H2020 rannsóknaráætluninni og er hluti af  “Blue Growth Strategy”, sem skilgreind er af framkvæmdastjórn Evrópusambandsins sem “langtíma stefna til að styðja sjálfbæran vöxt í sjávartengdri starfsemi í heild” (COM (2014) 254/2)

SUCCESS fjallar sérstaklega um viðfang BG-10- 2014: Styrking efnahagslegrar sjálfbærni og samkeppnishæfni evrópsks sjávarútvegs- og fiskeldis til að fullnýta möguleika á mörkuðum sjávarafurða.

Þátttakendur SUCCESS verkefnisins eru leiðandi rannsóknarhópar í Evrópu ásamt umtalsverðri samvinnu og framlagi frá hagsmunaaðilum sem koma frá Íslandi, Frakklandi, Hollandi, Spáni, Þýskalandi, Finlandi, Póllandi, Ítalíu,  Grikklandi og Tyrklandi.  Verkefnið miðar að því að hafa áhrif á stöðu mála, með þekkingu og niðurstöðum sem nýtast fyrir framleiðslugeirann og einnig hagsmunaðila í virðiskeðjunni. Með því að vinna náið með hagsmunaaðilum og fá þeirra innsýn, verður tryggt að fjallað verður um viðeigandi  þætti og áherslur sem þörf er á til að uppfylla markmið um að tryggja efnahagslega sjálfbærni og samkeppnishæfni.

Niðurstöðurnar  munu felast í eftirfarandi

-Vísindalegum stuðningi við framleiðendur sjávarafurða í Evrópu

-Skýr og vísindalega ígrunduð álit um núverandi ástand og framtíðarhorfur virðiskeðjunnar

-Áreiðanleg og nothæf verkfæri verða sett fram til að skipuleggja og þróa sjávarafurðir, þar sem tekið er tillit til stefnu og alþjóðlegra strauma varðandi  framboð og eftirspurn á sjávarfangi.

-Uppsveiflur og niðursveiflur (e. boom and bust cycles) á mörkuðum verða sérstaklega skoðaðar og  rannsóknir miðaðar að því að  að koma í veg fyrir slík neikvæð markaðsáhrif fyrir fiskiðnað í framtíðinni.

-Náið samstarf með hagsmunaaðilum í verkefninu mun tryggja viðurkenningu á niðurstöðum og tillögum frá SUCCESS verkefninu.

-SUCCESS verkefnið mun veita dýpri og betri skilning á evrópsku virðiskeðjunni og skila  niðurstöðum, ráðleggingum og tillögum um tækifæri til breytinga sem  miða að því að ná betri árangri, samkeppnishæfni og sjálfbærni.

Íslenskir þátttakendur verkefnisins eru: MarkMar,  Hagfræðistofnun HÍ og Iceland Seafood International
ASCS rannsóknarhópur HÍ tekur þátt í verkefninu með MarkMar

Nánari upplýsingar á heimasíðu SUCCESS

 

Enhancing the Innovation Capacity of Seafood Business – The Role of Higher Education ?

January 2, 2014 Comments Off

The InTerAct consortium invites Students, Industries and Academia to participate in a symposium on 31st January 2014 at DTU Technical University of Denmark,  Meeting Center B101, S01, 10h-13h

Invitation and Agenda: InTerAct Symposium, January31 2014 – Agenda

Results from surveys revealed how the seafood sector is perceived differently by the general public in the Nordic countries and Canada. Student surveys indicated that they were interested  in topics related to sustainability, innovation and healthy food.

The internal image of the industry was described as dynamic and innovative while the perception of the external image was diverse.  The sector offers good job opportunities, however, the interaction between Industry and Academia needs to be enhanced to ensure that qualified young graduates will look for future career in the aquatic food sector.

Based on the overall findings from the project, the image of the seafood sector was reshaped and this is presented in the new AQFood image video and a series of interview videos describing job opportunities and what is unique about the AQFood master program.  The vision is that this image will  influence students´choices when selecting higher level education and ultimately this will boost the innovation capacity of the aquatic food businesses.

Find out more about the results by attending the symposium.

Free registration: carba@food.dtu.dk

The Nordic Innovation funded the project InTerAct  – Industry Academia Interaction in the Marine Sector which was aimed at establishing interaction between the marine sector and universities to address the higher educational needs of the seafood business to promote innovation.

InTerAct Symposium January31 2014- First Announcement

Further information about the InTerAct project: go@hi.is

InTerAct Newsletter 2nd Issue January 2013

February 18, 2013 Comments Off

The international Aquatic Food Production – Quality and Safety – AQFood master programme  was launched in September 2012.  This second issue of the InTerAct newsletter is dedicated to interaction with students in the first semester, development of web courses for the aquatic food industries and collaboration with the Nordic Innovation Marine Marketing Program, AQUATNET and the Icelandic Ocean Cluster Read more: InTerAct Newsletter 2nd issue January 2013

InTerAct Newsletter 1st issue Sept 2012

October 18, 2012 Comments Off

The Grindavík stakeholder workshop delivered many ideas that have been used to create basis for interviews with the key industry personnel and as input for questionnaires to learn more about the view of young people towards the seafood sector as an attractive career opportunity  Read more:  InteInTerAct Newsletter 1st issue Sept 2012

ASCS og Evrópuverkefnið SENSE

March 5, 2012 Comments Off

ASCS hópurinn tekur þátt í Evrópuverkefninu Harmonised Environmental Sustainability in the European Food and Drink Chain ásamt 23 samstarfsaðilum frá háskólum, rannsóknastofnunum, ráðgjafafyrirtækjum, matvælaframleiðslufyrirtækjum og hagsmunasamtökum.

Hlutverk ASCS er að koma að þróun á  hugbúnaði og samræmdri aðferðafræði byggð á vistferilgreiningum til að meta  umhverfisáhrif matvæla og stýra vinnupakka um innleiðingu á afurðum verkefnisins hjá fyrirtækjum í virðiskeðju matvæla.

Í verkefninu verða metin umhverfisáhrif mismunandi matvælaframleiðslukeðja, allt frá fóðri fyrir eldi í Noregi og flutning á ferskum laxi til frekari vinnslu í Frakklandi, fóðrun á búfé, kjöt og mjólkurframleiðsla í Rúmeníu, auk þess sem umhverfisáhrif ræktunar á appelsínum á Suður Spáni og framleiðslu á djús til dreifingar í austur Evrópu verða skoðuð. Þó megináhersla verði á umhverfisþætti er einnig markmiðið að meta hagræna og félagslega þætti sjálfbærrar framleiðslu.

Verkefnið er til þriggja ára og fyrsti fundurinn var haldinn dagana 22. – 23. febrúar hjá AZTI stofnuninni á Spáni.  Íslenskir þátttakendur auk Háskóla Íslands er EFLA verkfræðistofa.

þátttakendur SENSE á upphafsfundinum hjá AZTI í Bilbao

InTerAct norrænt verkefni um samstarf iðnaðar og háskóla

February 10, 2012 Comments Off

ASCS hópurinn ásamt samstarfsaðilum fékk nýlega styrk frá Norrænu nýsköpunarmiðstöðinni í verkefnið InTerAct (Industry Acedemia Interaction in the Marine Sector) til að vinna að tengingu háskólanáms við virðiskeðju sjávar – og eldisafurða.  Verkefnið var kynnt ásamt 15 öðrum verkefnum í Nordic Marine Innovation áætluninni í Oslo í lok janúar.

AQFood norrrænt meistaranám – kynning hjá DTU

December 20, 2011 Comments Off
Norræna meistaranáminu AQFood Aquatic Food Production – Quality and Safety sem er samstarf 5 norrænna háskóla  var formlega ýtt úr vör með kynningu og móttöku hjá DTU í desember 2011 og fjallað var um viðburðinn í Eurofish tímaritinu.  AQFood  er þverfræðilegt masters nám um virðiskeðju eldis og sjávarafurða fyrir nemendur með BS raunvísinda eða verkfræði grunn og lögð er áhersla á samstarf nemenda við fyrirtæki úr sjávarútvegi og tengdum greinum.

 Námið er vistað undir Iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði- og tölvunarfræðideild  hjá HÍ og er samsarf DTU í Danmörku, UMB í Ási í Noregi, NTNU í Þrándheimi í Noregi, SLU í Uppsölum í Svíþjóð ásamt  Háskóla Íslands. Nemendur munu útskrifast með tvöfalda masters gráðu frá tveimur af samstarfsskólunum.
Michael Engelbrecht (DTU),Guðrún Ólafsdóttir (ASCS-UoI), Andreas Patterson (SLU), Turid Rustad (NTNU), Caroline Barone (DTU) og Paw Dalgaard (DTU)

Við HÍ er möguleiki  að útskrifast með MS gráðu í iðnaðarverkfræði  innan AQFood, en jafnframt eru hægt að taka námsleiðir, sem falla að líffræði, efnafræði og matvælafræði þar sem nemendur útskrifast með MS gráðu.  Hér er verið að aðlaga núverandi kúrsa sem eru í boði við HÍ að viðfangsefnum í virðiskeðju sjávarafurðu með því að styrkja samstarf við fyrirtæki í verkefnum  í námskeiðum og val á mastersverkefnum sem tengjast sjávarútvegi og tengdum greinum.

Í boði eru 3 námsleiðir : i) Frumframleiðsla, veiðar og eldi;  ii) Náttúrulegar auðlindir;  iii) Iðnaðarframleiðsla

Norræna ráðherranefndin veitti styrk til að koma á fót samstarfi háskólanna.  Námið mun hefjast  haustið 2012, en frestur fyrir nemendur til að sækja um var 15. febrúar.   Næst verður opið fyrir umsóknir fyrir haustið 2013.

 

Salmon Field Trials Lead by ASCS Finished

October 10, 2010 Comments Off

The last day of the field trials in Boulogne sur Mer was today. The Chill-On team monitored and followed the products until end of shelf life and continually observed the data being sent to the Tracechill web server in real-time. This data includes environment and product temperature and GPS location of the products.

Science Night with ASCS

September 29, 2010 Comments Off

Vísindavaka - ASCS

Vísindavaka - logo

Tómas Hafliðason, a Ph.D student at ASCS, presented the work that ASCS has been doing at the University of Iceland’s Science Night (Vísindavaka). The Science Night events are open to the general public where universities introduce the work they have done and carried out and show the results.

Tómas presented ASCS’ work and results in a 3 m3 booth and it was estimated that approximately 5 thousand people passed by the booth during Science Night.

Chill-on in news on Euronews

June 16, 2010 Comments Off